Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fim 16. maí 2024 22:47
Sölvi Haraldsson
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Hlutlausa augað naut þess að horfa á leikinn. Mörg mörk. Það sem við erum mest pirraðir með í kvöld er mörkin sem við fáum á okkur. Mjög ódýr mörk.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR-inga, eftir 5-3 tap gegn Stjörnunni í kvöld í Garðarbænum í bikarnum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Gregg er mjög þreyttur að fá ódýr mörk á sig leik eftir leik en hann er meira ósáttur með liðið en einstaklingsmistök.

„Það er mjög pirrandi. Við þurfum að hætta þessu. En það er meira en bara einstaklingsmistök. Það eru mörk sem við fáum á okkur þar sem liðið gerir ekki vel sem við þurfum að laga.“

Gregg var þá ekki ánægður með það að hans menn náðu ekki að jafna metin í 4-4 í lokin þegar augnablikið var með þeim.

Fyrri hálfelikurinn var mjög jafn. Það eru 10-15 mínútna kafli þar sem þeir taka yfir. Ég veit ekki hvort við slökkvum á okkur. En við sýnum karakter að komast aftur inn í leikinn og minnka muninn í 4-3. En við náum ekki að bjarga því. Ég get ekki sagt þér afhverju við náðum ekki að jafna. Þegar augnablikið er með þér, bara láttu vaða.

Það er ekki langt síðan KR mætti Stjörnunni í Garðarbænum en þá unnu þeir 3-1. Sá Gregg einhvern mun á þessum leikjum?

Já ég sá mikinn mun á þessum leikjum. Mikinn mun á andlegu hliðinni í hausnum á leikmönnum. Við getum ekki falið það að við erum að fara í gegnum erfiða tíma. Þegar það er verður maður að stíga upp, sumir eru að stíga upp en við þurfum 11 leikmenn sem stíga upp.“

Hvað þarf KR að gera til að snúa genginu við?

Vinna. Auðvelt, bara að vinna. Við þurfum að gefa okkur alla fram í næsta leik fyrir okkur og félagið.“ sagði Gregg að lokum.

Viðtalið við Gregg má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner