Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 16. maí 2024 22:47
Sölvi Haraldsson
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Hlutlausa augað naut þess að horfa á leikinn. Mörg mörk. Það sem við erum mest pirraðir með í kvöld er mörkin sem við fáum á okkur. Mjög ódýr mörk.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR-inga, eftir 5-3 tap gegn Stjörnunni í kvöld í Garðarbænum í bikarnum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Gregg er mjög þreyttur að fá ódýr mörk á sig leik eftir leik en hann er meira ósáttur með liðið en einstaklingsmistök.

„Það er mjög pirrandi. Við þurfum að hætta þessu. En það er meira en bara einstaklingsmistök. Það eru mörk sem við fáum á okkur þar sem liðið gerir ekki vel sem við þurfum að laga.“

Gregg var þá ekki ánægður með það að hans menn náðu ekki að jafna metin í 4-4 í lokin þegar augnablikið var með þeim.

Fyrri hálfelikurinn var mjög jafn. Það eru 10-15 mínútna kafli þar sem þeir taka yfir. Ég veit ekki hvort við slökkvum á okkur. En við sýnum karakter að komast aftur inn í leikinn og minnka muninn í 4-3. En við náum ekki að bjarga því. Ég get ekki sagt þér afhverju við náðum ekki að jafna. Þegar augnablikið er með þér, bara láttu vaða.

Það er ekki langt síðan KR mætti Stjörnunni í Garðarbænum en þá unnu þeir 3-1. Sá Gregg einhvern mun á þessum leikjum?

Já ég sá mikinn mun á þessum leikjum. Mikinn mun á andlegu hliðinni í hausnum á leikmönnum. Við getum ekki falið það að við erum að fara í gegnum erfiða tíma. Þegar það er verður maður að stíga upp, sumir eru að stíga upp en við þurfum 11 leikmenn sem stíga upp.“

Hvað þarf KR að gera til að snúa genginu við?

Vinna. Auðvelt, bara að vinna. Við þurfum að gefa okkur alla fram í næsta leik fyrir okkur og félagið.“ sagði Gregg að lokum.

Viðtalið við Gregg má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner