Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
   fim 16. maí 2024 22:47
Sölvi Haraldsson
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Hlutlausa augað naut þess að horfa á leikinn. Mörg mörk. Það sem við erum mest pirraðir með í kvöld er mörkin sem við fáum á okkur. Mjög ódýr mörk.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR-inga, eftir 5-3 tap gegn Stjörnunni í kvöld í Garðarbænum í bikarnum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Gregg er mjög þreyttur að fá ódýr mörk á sig leik eftir leik en hann er meira ósáttur með liðið en einstaklingsmistök.

„Það er mjög pirrandi. Við þurfum að hætta þessu. En það er meira en bara einstaklingsmistök. Það eru mörk sem við fáum á okkur þar sem liðið gerir ekki vel sem við þurfum að laga.“

Gregg var þá ekki ánægður með það að hans menn náðu ekki að jafna metin í 4-4 í lokin þegar augnablikið var með þeim.

Fyrri hálfelikurinn var mjög jafn. Það eru 10-15 mínútna kafli þar sem þeir taka yfir. Ég veit ekki hvort við slökkvum á okkur. En við sýnum karakter að komast aftur inn í leikinn og minnka muninn í 4-3. En við náum ekki að bjarga því. Ég get ekki sagt þér afhverju við náðum ekki að jafna. Þegar augnablikið er með þér, bara láttu vaða.

Það er ekki langt síðan KR mætti Stjörnunni í Garðarbænum en þá unnu þeir 3-1. Sá Gregg einhvern mun á þessum leikjum?

Já ég sá mikinn mun á þessum leikjum. Mikinn mun á andlegu hliðinni í hausnum á leikmönnum. Við getum ekki falið það að við erum að fara í gegnum erfiða tíma. Þegar það er verður maður að stíga upp, sumir eru að stíga upp en við þurfum 11 leikmenn sem stíga upp.“

Hvað þarf KR að gera til að snúa genginu við?

Vinna. Auðvelt, bara að vinna. Við þurfum að gefa okkur alla fram í næsta leik fyrir okkur og félagið.“ sagði Gregg að lokum.

Viðtalið við Gregg má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner