Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 16. maí 2024 22:47
Sölvi Haraldsson
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Hlutlausa augað naut þess að horfa á leikinn. Mörg mörk. Það sem við erum mest pirraðir með í kvöld er mörkin sem við fáum á okkur. Mjög ódýr mörk.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR-inga, eftir 5-3 tap gegn Stjörnunni í kvöld í Garðarbænum í bikarnum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Gregg er mjög þreyttur að fá ódýr mörk á sig leik eftir leik en hann er meira ósáttur með liðið en einstaklingsmistök.

„Það er mjög pirrandi. Við þurfum að hætta þessu. En það er meira en bara einstaklingsmistök. Það eru mörk sem við fáum á okkur þar sem liðið gerir ekki vel sem við þurfum að laga.“

Gregg var þá ekki ánægður með það að hans menn náðu ekki að jafna metin í 4-4 í lokin þegar augnablikið var með þeim.

Fyrri hálfelikurinn var mjög jafn. Það eru 10-15 mínútna kafli þar sem þeir taka yfir. Ég veit ekki hvort við slökkvum á okkur. En við sýnum karakter að komast aftur inn í leikinn og minnka muninn í 4-3. En við náum ekki að bjarga því. Ég get ekki sagt þér afhverju við náðum ekki að jafna. Þegar augnablikið er með þér, bara láttu vaða.

Það er ekki langt síðan KR mætti Stjörnunni í Garðarbænum en þá unnu þeir 3-1. Sá Gregg einhvern mun á þessum leikjum?

Já ég sá mikinn mun á þessum leikjum. Mikinn mun á andlegu hliðinni í hausnum á leikmönnum. Við getum ekki falið það að við erum að fara í gegnum erfiða tíma. Þegar það er verður maður að stíga upp, sumir eru að stíga upp en við þurfum 11 leikmenn sem stíga upp.“

Hvað þarf KR að gera til að snúa genginu við?

Vinna. Auðvelt, bara að vinna. Við þurfum að gefa okkur alla fram í næsta leik fyrir okkur og félagið.“ sagði Gregg að lokum.

Viðtalið við Gregg má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner