Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   sun 16. júní 2019 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir gera boli #FyrirFanney - sjáðu myndbandið
Mynd: Kórdrengir
Það má segja að metnaður Kórdrengja liggur ekki einungis á vellinum, en í dag birtu þeir tilkynningu þess efnis að þeir hafa hafið styrktarsöfnun fyrir #fyrirfanney málefnið.

Tilkynningin var metnaðarfull eins og Kórdrengjum er einum lagið, þar sem liðið auglýsir stuttermaboli í dramatísku myndbandi ásamt Reyni snappara.

Myndbandið má sjá hér að ofan.

Eins og kunnugt er, þá er fjáröflunin #fyrirfanney til styrktar Fanney Eiríksdóttur, 32 ára, sem greindist með krabbamein fyrir tæpu ári síðan, þegar hún var gengin tæpar 20 vikur með son sinn og hefur hún undirgengst fjölda meðferða til þess að sigra meinið.

Fanney liggur á líknadeild Kópavogs en hjá henni er engin uppgjöf og heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu.

Kórdrengir hafa látið sérútbúa boli sem hægt er að kaupa til styrktar Fanney og rennur allur ágóði af sölunni til Fanneyjar og fjölskyldu. Bolirnir kosta litlar 2.500 krónur og fást í öllum stærðum, hvítu og svörtu og merktir bæði Kórdrengjum og #fyrirfanney.

Í samráði við styrktaraðila Kórdrengja verður hægt að nálgast bolina á bílasölunni Diesel við Klettháls 15 og Prikið á Laugarvegi.
Athugasemdir
banner