Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 16. júní 2019 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir gera boli #FyrirFanney - sjáðu myndbandið
Mynd: Kórdrengir
Það má segja að metnaður Kórdrengja liggur ekki einungis á vellinum, en í dag birtu þeir tilkynningu þess efnis að þeir hafa hafið styrktarsöfnun fyrir #fyrirfanney málefnið.

Tilkynningin var metnaðarfull eins og Kórdrengjum er einum lagið, þar sem liðið auglýsir stuttermaboli í dramatísku myndbandi ásamt Reyni snappara.

Myndbandið má sjá hér að ofan.

Eins og kunnugt er, þá er fjáröflunin #fyrirfanney til styrktar Fanney Eiríksdóttur, 32 ára, sem greindist með krabbamein fyrir tæpu ári síðan, þegar hún var gengin tæpar 20 vikur með son sinn og hefur hún undirgengst fjölda meðferða til þess að sigra meinið.

Fanney liggur á líknadeild Kópavogs en hjá henni er engin uppgjöf og heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu.

Kórdrengir hafa látið sérútbúa boli sem hægt er að kaupa til styrktar Fanney og rennur allur ágóði af sölunni til Fanneyjar og fjölskyldu. Bolirnir kosta litlar 2.500 krónur og fást í öllum stærðum, hvítu og svörtu og merktir bæði Kórdrengjum og #fyrirfanney.

Í samráði við styrktaraðila Kórdrengja verður hægt að nálgast bolina á bílasölunni Diesel við Klettháls 15 og Prikið á Laugarvegi.
Athugasemdir
banner
banner