Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júní 2022 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jó loksins kominn á blað
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson er búinn að gera sitt fyrsta mark í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Það bjuggust ekki margir við því að biðin eftir fyrsta markinu yrði svona löng þegar þessi öflugi sóknarmaður gerði samning við Val síðasta vetur.

Meiðsli hafa sett einhvern strik í reikninginn, en Aron er að spila sinn sjötta leik með Val í Bestu deildinni í kvöld.

„Blikar í sókn, Oliver rúllar boltanum á Damir sem er eitthvað að dútla með boltann. Aron kemur í pressuna, vinnur boltann af Damir og sér að Anton er framarlega. Aron skýtur af löngu færi, er rétt fyrir utan miðjuhringinn á vallarhelmingi Breiðabliks, boltinn yfir og framhjá Antoni og í netið á marki Breiðabliks," skrifaði Sæbjörn Steinke í beinni textalýsingu þegar Aron kom Val yfir gegn Breiðabliki.

Aron átti langan feril í atvinnumennsku og spilaði meðal annars í þýsku og hollensku úrvalsdeilinni áður en hann sneri aftur heim til Íslands.
Athugasemdir
banner
banner