Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kom aldrei til greina að fá Haaland - „Ómögulegt að vera með hann og Benzema saman"
Erling Braut Haaland samdi við Manchester City
Erling Braut Haaland samdi við Manchester City
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Erling Braut Haaland var aldrei í myndinni hjá Real Madrid en þetta segir Florentino Perez, forseti Madrídinga, í viðtali við El Chiringuito.

Madrídingar voru staðráðnir í að fá Kylian Mbappe á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain en franski framherjinn hafnaði félaginu á síðustu stundu og framlengdi við PSG.

Þar fékk hann meiri völd en leikmenn eru vanir að fá og gerði hann því þriggja ára samning.

Real Madrid var ekki með varaáætlun en félagið hafði verið orðað við Haaland sem ákvað á endanum að skrifa undir hjá Manchester City á Englandi.

Perez segir að það hafi aldrei komið til greina að fá Haaland, svona sérstaklega í ljósi þess að félagið væri með Karim Benzema.

„Díllinn með Mbappe skapaði engin vandamál varðandi Haaland. Við erum með Benzema þannig það var ómögulegt að hafa hann með Karim. Við getum ekki fengið Haaland og haft hann á bekknum. Haaland er magnaður og í raun stórkostlegur leikmaður," sagði Perez.

„Ég veit ekki hvort Erling Haaland er með klasúlu í samningnum hjá Man City. Ég hef lesið eitthvað um það en ekki fengið það staðfest. Hann er magnaður leikmaður en við erum með Benzema og það tengdist á engan hátt Mbappe," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner