Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 16. júní 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle rennir hýru auga til Pope
Mynd: EPA
Newcastle hefur mikinn áhuga á því að fá Nick Pope í sínar raðir frá burnley.

Enski landsliðsmarkmaðurinn er einn af leikmönnum Burnley sem eru hvað líklegastir til þess að halda annað eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Pope er sagður vilja halda áfram að spila í úrvalsdeildinni. Framundan er HM í Katar í lok árs og Pope vill spila í efstu deild til að auka líkur á sæti í lokahópi enska landsliðsins.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, vill fá inn markmann í sumar. Dean Henderson var einnig á radarnum hjá Newcastle en flest bendir til þess að hann fari til Nottingham Forest.
Athugasemdir
banner
banner