Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 22:58
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal og Chelsea leiða kappið um Guirassy
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þýski miðillinn BILD greinir frá því að það eru tvö félög úr ensku úrvalsdeildinni sem leiða kapphlaupið um framherjann markheppna Serhou Guirassy.

Guirassy er 28 ára gamall Frakki sem er ættaður frá Gíneu og leikur fyrir landsliðið. Hann skoraði 11 mörk í 24 leikjum fyrir yngri landslið Frakklands en fékk aldrei tækifærið með A-landsliðinu.

Guirassy er samningsbundinn Stuttgart sem stendur og þar hefur hann verið að raða inn mörkunum. Framherjinn skoraði 28 mörk í 28 deildarleikjum á síðustu leiktíð, en í heildina hefur hann gert 44 mörk í 58 leikjum fyrir félagið - auk þess að gefa 5 stoðsendingar.

Guirassy lék áður fyrir Lille, Auxerre, FC Köln, Amiens og Rennes eftir að hafa alist upp hjá Laval, en hann hefur aldrei áður náð sér á strik líkt og hjá Stuttgart.

Framherjinn er þó með 17,5 milljón evra riftunarákvæði hjá Stuttgart og þykir öruggt að það ákvæði verði virkjað í sumar enda er mikill áhugi á honum.

BILD segir að Arsenal og Chelsea leiði kappið um Guirassy, þó að félög á borð við FC Bayern, Borussia Dortmund, AC Milan og Manchester United hafi einnig mikinn áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner