Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Moutaz á förum frá KR - Berst um sæti í liði Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR nældi sér í sænska kantmanninn Moutaz Neffati á lánssamningi frá stórliði IFK Norrköping í vor en hann er á förum aftur heim til Svíþjóðar um mánaðarmótin.

Moutaz var fenginn til félagsins til að fylla í skarðið sem Jóhannes Kristinn Bjarnason skildi eftir þegar hann meiddist.

Hann mun fara aftur til Norrköping þar sem hann er staðráðinn í því að berjast um byrjunarliðssæti þrátt fyrir ungan aldur.

„Það er alltaf gott að prófa nýtt andrúmsloft, ég hef þroskast bæði sem leikmaður og manneskja. Markmiðið með að fara út á lánssamningi var að fá spiltíma og ég fékk hann," sagði Moutaz við Fotbollskanalen.

„Deildin á Íslandi er á góðu stigi. Hún er mjög líkamleg og það er ekkert gefið eftir. Sumir leikir hérna hafa verið ljótir þar sem mikið er um brot og spjöld. Þetta er eitthvað sem hefur verið mjög gott fyrir mig að upplifa.

„Ég sný aftur til baka fullur af orku og tilbúinn til að berjast um sæti í byrjunarliðinu. Ég hef saknað Svíþjóðar og Norrköping. Það eru þrír leikir í viðbót áður en ég get fengið leikheimild. Ég veit að það er erfiður tími fyrir liðið vegna slaks gengis en ég er viss um að við getum snúið þessu við."


Til gamans má geta að Moutaz fékk rautt spjald í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með KR, 1-2 tapi á heimavelli gegn HK í maí.

Hann hefur ekkert komið við sögu í júní. Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum í efstu deild sænska boltans.

Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 18:30 þriðjudaginn 18. júní en í fyrstu var fullyrt að hann væri farinn frá KR.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner