Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   sun 16. júní 2024 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
Hjörtur orðaður við Spezia - Carpi vill fá Óttar Magnús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því félög þar í landi hafi áhuga á tveimur Íslendingum í neðri deildunum.

Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson er 29 ára gamall og fékk ekki mikinn spiltíma með liði Pisa á síðustu leiktíð, en hann hefur verið hjá félaginu síðustu þrjú ár.

Hjörtur á eitt ár eftir af samningi við Pisa en núna er það Spezia sem vill krækja í hann.

Luca D'Angelo þjálfaði Pisa þegar Hjörtur var fenginn til félagsins 2021 en núna er D'Angelo aðalþjálfari Spezia. Hann hefur miklar mætur á Hirti, sem var byrjunarliðsmaður hjá Pisa undir hans stjórn.

Þá hefur Carpi áhuga á að krækja í Óttar Magnús Karlsson, framherja Venezia sem lék á láni hjá Vis Pesaro á síðustu leiktíð.

Óttar skoraði 10 mörk í 29 leikjum með Vis Pesaro en þótti ekki henta nógu vel fyrir leikstíl liðsins.

Óttar er 27 ára og á eitt ár eftir af samningi sínum við Venezia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner