Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 09:44
Elvar Geir Magnússon
Serbar ætla að herma eftir Íslendingum
Dusan Vlahovic, leikmaður Serbíu og Juventus.
Dusan Vlahovic, leikmaður Serbíu og Juventus.
Mynd: Getty Images
Dusan Vlahovic, ein helsta stjarna serbneska landsliðsins, segir að 1-0 sigur Íslands gegn Englandi á Wembley gefi Serbum aukna von fyrir leik sinn gegn Englendingum á EM.

England og Serbía mætast í kvöld og segir Vlahovic, sem skoraði sextán mörk fyrir Juventus á liðnu tímabili, að leikmenn hafi horft á sigur Íslands þar sem Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina markið í vináttulandsleik fyrir rúmri viku.

„Enginn er ósigrandi. Við horfðum á leikinn þeirra gegn Íslandi og það eru hlutir sem við getum tekið frá íslenska liðinu og hermt eftir. Íslendingar unnu þá fyrir framan 80 þúsund manns á Wembley," segir Vlahovic.

„Það er allt hægt. England er sigurstranglegra liðið og kannski sigurstranglegast í keppninni. En við höfum trú á okkur sjálfa og tökum eitt skref í einu til að sýna okkar bestu hliðar."

Leikur Englands og Serbíu verður klukkan 19 í kvöld en eftir þann leik munu Serbar spila gegn Slóvenum og Dönum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner