Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
banner
   sun 16. júní 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stones hafði áhyggjur þegar Jón Dagur lenti á honum
Jón Dagur lendir á Stones.
Jón Dagur lendir á Stones.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Stones spilaði fyrri hálfleikinn í óvæntu 0-1 tapi Englendinga gegn Íslandi á Wembley á dögunum. Þar tapaði stjörnum prýtt lið Englendinga lokaleik sínum fyrir Evrópumótið í Þýskalandi.

England mætir til leiks í kvöld og spilar við Serbíu í fyrstu umferð mótsins. Búist er við að Stones verði í byrjunarliðinu þrátt fyrir ótta um að hann hefði meiðst í fyrri hálfleiknum gegn Íslandi.

Jón Dagur Þorsteinsson lenti á hægri fæti Stones eftir að hafa tekið forystuna fyrir Ísland á tólftu mínútu og skorað það sem reyndist að lokum vera eina mark leiksins.

„Í fyrstu var ég smeykur. Ég vissi að þetta væri hvorki ökklinn eða hnéð vegna þess hvernig ég lenti, en fyrsta hugsunin var að mér hafði tekist að brjóta tá," sagði Stones.

„Til að byrja með reikaði hugurinn og ég hugsaði það versta en svo kom sem betur fer í ljós að þetta er bara minniháttar vandamál, sem voru frábærar fréttir. Ég hef lent í mikið af meiðslum á ferlinum og veit hvaða hugarfar þarf að hafa til að berjast við þetta mótlæti. Ég var tilbúinn til að fara heim og missa af EM ef þetta hefðu reynst vera slæm meiðsli, en ég er mjög ánægður með að það sé ekkert vandamál og að ég geti verið hérna áfram."

Ekki nóg með meiðslin heldur var Stones einnig að glíma við svæsna magapest í aðdraganda leiksins en hann er búinn að jafna sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner