Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   fös 16. júlí 2021 20:57
Victor Pálsson
Brighton fær markvörð frá Ajax - Yfir tveir metrar á hæð
Mynd: Brighton
Brighton hefur fengið til sín markvörðinn Kjell Scherpen en hann kemur til félagsins frá Ajax í Hollandi.

Þetta staðfesti enska félagið í kvöld en kaupverðið er ekki gefið upp að svo stöddu.

Scherpen er engin smá smíði en hann er yfir tveir metrar á hæð og á að baki tvo deildarleiki fyrir Ajax.

Scherpen spilaði með PEC Zwolle í láni á síðustu leiktíð en tókst ekki að leika leik fyrir félagið.

Hann er uppalinn hjá liði FC Emmen en var fenginn í varalið Ajax árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner