Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 16. júlí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd setur verðmiða á Lingard
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Að sögn enska fjölmiðilsins Mirror þá er Manchester United búið að skella 30 milljón punda verðmiða á Jesse Lingard.

Lingard gæti verið á förum frá United í sumar en hann var stórkostlegur með West Ham seinni hluta síðustu leiktíðar. Hann var í láni hjá Hömrunum.

Lingard fékk lítið að spila með Man Utd fyrri hluta tímabils en blandaði sér í umræðuna um enska landsliðshópinn í kjölfarið á tíma hans með West Ham þar sem hann var - sem fyrr segir - stórkostlegur.

Þessi 28 ára gamli leikmaður er á óskalista West Ham í sumar og það eru líkur á því að félagið borgi verðmiða Man Utd.

West Ham hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og spilar í Evrópudeildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner