Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 16. júlí 2021 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðast er FH var í undanúrslitum: Guðbjörg og Dóra spiluðu 16 ára
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er heldur betur áhugaverður slagur í undanúrslitum í Mjólkurbikar kvenna í kvöld er Þróttur og FH eigast við í Laugardalnum.

Upphitun fyrir leikinn er í fullum gangi en hægt er að nálgast hana með því að smella hérna.

Þróttur er í fyrsta sinn í undanúrslitunum í bikarkeppni kvenna en FH er þar í annað sinn.

Það eru liðin 20 ár frá því FH komst síðast í undanúrslitin í bikarkeppni kvenna. Þá tapaði liðið gegn Val á Kaplakrikavelli, 1-4. Það var í fyrsta og eina skiptið sem FH komst í undanúrslit - þangað til núna.

Fimleikafélagið á möguleika á því að komast í fyrsta sinn í úrslitaleikinn með sigri í kvöld.

Það er athyglisvert að skoða leikskýrsluna frá 2001 þegar Valur hafði betur gegn FH. Í marki FH-inga var Guðbjörg Gunnarsdóttir, þá á 16. aldursári. Hún fór svo í Val og í atvinnumennsku. Guðbjörg hefur spilað 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Hjá Val var Dóra María Lárusdóttir í byrjunarliðinu, en hún var þá einnig á 16. aldursári. Dóra María er enn í fullu fjöri og gæti spilað með Val gegn Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Málfríður Erna Sigurðardóttir, sem núna leikur með Stjörnunni, spilaði einnig með Val í leiknum.

Hægt er að nálgast leikskýrsluna með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner