Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 16. júlí 2024 13:21
Elvar Geir Magnússon
Sex Spánverjar og einn Englendingur í úrvalsliði EM
Svona er úrvalslið Evrópumótsins.
Svona er úrvalslið Evrópumótsins.
Mynd: UEFA
Sex leikmenn frá Evrópumeisturum Spánar voru valdir í opinbert úrvalslið EM 2024. Spánn vann 2-1 sigur gegn Englandi í úrslitaleiknum en Englendingar eiga einn fulltrúa í liðinu.

Það er Kyle Walker bakvörður Manchester City sem lék hverja einustu mínútu fyrir England á EM. Þetta er annað Evrópumótið í röð sem Walker er valinn í úrvalsliðið en hann var einnig í liðinu 2021, þegar England tapaði gegn Ítalíu í úrslitaleik á Wembley.

Það var tólf manna dómnefnd sem sá um að velja lið mótsins en hana skipuðu Fabio Capello, Ioan Lupescu, Michael O'Neill, David Moyes, Aljosa Asanovic, Rafael Benítez, Avram Grant, Packie Bonner, Frank de Boer, Ole Gunnar Solskjær, Aitor Karanka og Jean-Francois Domergue.

Lamine Yamal, sem valinn var besti ungi leikmaður mótsins, er í úrvalsliðinu ásamt liðsfélögum sínum Marc Cucurella, Rodri, Nico Williams, Dani Olmo og Fabian Ruiz.

Jamal Musiala, sem skoraði þrjú mörk fyrir Þýskaland er í sókninni og þá er Mike Maignan markvörður Frakklands og AC Milan í liðinu.

Uefa team of the tournament: Mike Maignan (France); Kyle Walker (England), Manuel Akanji (Switzerland), William Saliba (France), Marc Cucurella (Spain); Daniel Olmo (Spain), Rodri (Spain), Fabian Ruiz (Spain); Lamine Yamal (Spain), Jamal Musiala (Germany), Nico Williams (Spain)
Athugasemdir
banner
banner