Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Byrjunarlið Íslands - Fyrsti byrjunarliðsleikur Emilíu
Icelandair
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María er öflugur kostur inn af bekknum í dag.
Sandra María er öflugur kostur inn af bekknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu fyrir síðasta leikinn í undankeppni EM 2025 gegn Póllandi. Leikurinn hefst klukkan 17:00.

Ísland vann magnaðan 3-0 sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag en frá þeim leik koma Guðrún Arnardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir inn í liðið.



Emilía, sem valdi nýverið að spila frekar fyrir Ísland en Danmörku, er að byrja í fyrsta sinn með Íslandi og er að spila sinn annan landsleik.

Natasha Anasi, Hildur Antonsdóttir, Sandra María Jessen og Diljá Ýr Zomers fara á bekkinn frá sigrinum gegn Þýskalandi.

Leikurinn á eftir er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner