Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu fyrir síðasta leikinn í undankeppni EM 2025 gegn Póllandi. Leikurinn hefst klukkan 17:00.
Ísland vann magnaðan 3-0 sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag en frá þeim leik koma Guðrún Arnardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir inn í liðið.
Ísland vann magnaðan 3-0 sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag en frá þeim leik koma Guðrún Arnardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir inn í liðið.
Emilía, sem valdi nýverið að spila frekar fyrir Ísland en Danmörku, er að byrja í fyrsta sinn með Íslandi og er að spila sinn annan landsleik.
Natasha Anasi, Hildur Antonsdóttir, Sandra María Jessen og Diljá Ýr Zomers fara á bekkinn frá sigrinum gegn Þýskalandi.
Leikurinn á eftir er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir