Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guirassy stóðst læknisskoðun hjá Dortmund
Mörg stórlið úr ensku úrvalsdeildinni voru orðuð við Guirassy í sumar.
Mörg stórlið úr ensku úrvalsdeildinni voru orðuð við Guirassy í sumar.
Mynd: EPA
Markavélin Serhou Guirassy hefur valið Borussia Dortmund sem næsta áfangastað eftir magnað tímabil með Stuttgart.

Dortmund borgar upp riftunarverðið í samningi Guirassy við Stuttgart, sem hljóðar aðeins upp á 17,5 milljónir evra.

Hinn 28 ára gamli Guirassy gerir fjögurra ára samning við Dortmund eftir að hafa skorað 30 mörk í 30 leikjum með Stuttgart á síðustu leiktíð.

Framherjinn átti að koma til Dortmund í síðustu viku en vandamál í læknisskoðuninni lengdi ferlið. Læknateymi Dortmund fann vandamál í hné Guirassy, en eftir frekari rannsóknir kom í ljós að vandamálið er ekki alvarlegt.

Guirassy kláraði læknisskoðunina í dag og mun skrifa undir samning við sitt nýja félag á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner