Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir hafa myndað öflugt miðvarðar í undankeppni EM 2025.
Þær hafa staðið vaktina vel í öftustu línu og í síðasta leik gegn Þýskalandi tókst Ingibjörgu að skora sitt fyrsta landsliðsmark.
Þær hafa staðið vaktina vel í öftustu línu og í síðasta leik gegn Þýskalandi tókst Ingibjörgu að skora sitt fyrsta landsliðsmark.
Ingibjörg, sem átti frábæran leik gegn Þýskalandi, hefur núna skorað eitt mark í 64 landsleikjum en Glódís hrósaði henni í hástert eftir leikinn.
„Það var ógeðslega gaman, þvílíkur leikur að skora fyrsta landsliðsmarkið sitt," sagði Glódís um það hvernig hefði verið að sjá Ingibjörgu skora.
„Hún er búin að bíða ógeðslega lengi eftir þessu og ég er ógeðslega glöð fyrir hennar hönd."
„Hún spilaði fullkominn leik. Bara geggjað," sagði Glódís.
Ísland spilar við Pólland í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2025 á eftir.
Athugasemdir