Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 16. ágúst 2019 21:43
Hilmar Jökull Stefánsson
Kristófer Melsteð: Erfiðir 11 mánuðir
Kristófer Melsteð í leik með Gróttu sumarið 2017
Kristófer Melsteð í leik með Gróttu sumarið 2017
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristófer Melsteð, leikmaður Gróttu sem er nýkominn til baka eftir erfið meiðsli var að vonum ánægður með að fá fyrstu 90 mínúturnar í kvöld eftir 11 mánuða bið.



„Frábært að vera kominn til baka loksins, tók sinn tíma. Ég kem nokkuð góður undan meiðslunum, erfiðir 11 mánuðir, mikil endurhæfing og fáránlega mikil vinna en þá tók það loksins sinn enda og bara gott að Óskar og Dóri hafi gefið mér traust. Erfitt að koma inn í þetta.“




Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Grótta

Spurður út í leikinn hafði Kristófer þetta að segja:



„Þetta var fínn leikur. Erfitt að koma hingað í Grafarvoginn að sækja einhver stig, bara fáránlega erfitt. Þetta er náttúrulega grasleikur og við spilum á gervigrasi en þetta var bara fínt að ná þessu stigi.“
 


Þegar fréttaritari spurði Kristófer út í framhaldið hjá honum og Gróttu talaði hann um að Gróttumenn væru orðnir þreyttir á jafnteflum og myndu helst vilja taka leikinn gegn Fram en til þess þyrftu þeir að mæta gíraðir í þann leik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner