Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 16. ágúst 2019 21:48
Helga Katrín Jónsdóttir
Tinna Óðinsdóttir: Þetta mót er búið að vera svolítíð stöngin út
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur tapaði í kvöld 2:0 gegn Fylki og er staða liðsins í deildinni orðin áhyggjuefni. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, var svekkt í leikslok.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  2 Fylkir

"Mér líður ekkert rosalega vel og ég er viss um að þannig líður stelpunum líka."

"Mér fannst við betri til að byrja með í fyrri hálfleik og fengum svo á okkur skítamark sem mér fannst vera gegn gangi leiksins. En svo skora þær gott mark í seinni hálfleik."

HK/víkingur skaut tvisvar í leiknum í tréverkið en ef þessi skot hefðu farið inn væru úrslitin önnur.

"Já, þetta mót er búið að vera svolítið stöngin út. Það er virkilega erfitt þegar það fellur ekkert með manni."

Útlitið er svart fyrir HK/Víking í deildinni en þær sitja í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig. Hvað þurfa þær að gera til að halda sæti sínu í deildinni?

"Það er bara að sækja öll stig sem eru í boði, það sem eftir er í pottinum."

HK/Víkingur spilar við ÍBV í næsta leik, hvernig leggst það í liðið?

"Við stefnum á sigur í næsta leik eins og markmiðið hefur svosem verið í allt sumar."

Viðtalið við Tinnu má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner