Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. ágúst 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jafnt í Íslendingaslag - Al Arabi með fullt hús stiga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslendingaliðin Öster og Örebro skildu jöfn er þau mættust í sænsku B-deildinni í dag.


Alex Þór Hauksson lék allan leikinn á miðjunni hjá Öster og mætti hann Valgeiri Valgeirssyni, fyrrum leikmanni HK, á miðsvæðinu. Alex og Valgeir áttust við á meðan Axel Óskar Andrésson var áhorfandi frá varamannabekk Örebro.

Öster er í fjórða sæti eftir jafnteflið, þremur stigum frá baráttunni um annað sætið, á meðan Örebro er um miðja deild, þó ekki nema fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Böðvar Böðvarsson var þá í byrjunarliði Trelleborg sem gerði afar fjörugt jafntefli á útivelli gegn Västerås. 

Böddi spilaði fyrstu 72 mínúturnar en var skipt útaf í stöðunni 3-3. Lokatölur urðu 4-4 og er Trelleborg fimm stigum frá baráttunni um annað sætið þegar ellefu umferðir eru eftir af tímabilinu.

Öster 1 - 1 Örebro
0-1 J. Hamad ('47)
1-1 D. Kozica ('60)

Vasteras 4 - 4 Trelleborg

Kristófer Ingi Kristinsson kom þá inn af bekknum í stóru tapi SönderjyskE í dönsku B-deildinni.

SönderjyskE fékk skell á heimavelli og kom Kristófer Ingi inn þegar liðið var nú þegar að tapa 0-4 fyrir Helsingor. Þetta tap kemur á óvart því Kristófer Ingi og félagar höfðu farið gífurlega vel af stað og unnu fyrstu fjóra leiki tímabilsins.

SönderjyskE er því með 12 stig eftir fimm umferðir.

Að lokum lék Aron Einar Gunnarsson allan leikinn í hjarta varnarinnar í 2-0 sigri Al Arabi.

Al Arabi hefur farið afar vel af stað og er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í efstu deild í Katar.

SönderjyskE 0 - 4 Helsingor

Al Arabi 2 - 0 Al Markhiya


Athugasemdir
banner
banner
banner