Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 16. ágúst 2022 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kluivert nær samkomulagi við Fulham
Mynd: Getty Images
Fulham er nálægt því að landa hollenska sóknarmanninum Justin Kluivert. Hollendingurinn, sem er 23 ára gamall og samningsbundinn Roma, var á láni hjá Nice á síðustu leiktíð og er ekki í plönum Jose Mourinho sem stýrir Roma.

Samkvæmt franska fjölmiðlinum footmercato.net er allt klappað og klárt milli Kluivert og Fulham en enska félagið á eftir að ná samkomulagi við Roma um kaup eða lánsverð.

Síðasta tilboð Fulham hljóðaði upp á eins árs lánssamning með möguleika fyrir Fulham að kaupa Kluivert á 12 milljónir evra. Sá möguleiki yrði að kröfu ef Fulham héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni.

Enn er möguleiki á því að Fulham hreinlega kaupi Kluivert sem hefur verið hjá Roma síðan 2018 en hefur verið lánaður í burtu síðustu tvö tímabil.

Ef skiptin á Kluivert ganga í gegn losnar um möguleikann hjá Roma á því að fá Andrea Belotti. Belotti hefur samþykkt að ganga í raðir félagsins en hann hefur ekki verið tilkynntur sem nýr leikmaður. Belotti kæmi á frjálsri sölu, þar sem samningur hans við Torino rann út í sumar, og fengi þriggja ára samning.

Justin er sonur Patrick Kluivert sem lék á sínum ferli með Ajax, AC Milan, Barcelona, Newcastle, Valencia, PSV og Lille.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner