Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 16. ágúst 2022 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Rabiot neitar að lækka launakröfurnar - Skoða önnur skotmörk
Launakröfur Rabiot eru alltof háar fyrir Manchester United.
Launakröfur Rabiot eru alltof háar fyrir Manchester United.
Mynd: Getty Images

BBC greinir frá því að viðræður Manchester United við Adrien Rabiot, miðjumann Juventus og franska landsliðsins, hafi siglt í strand.


Stjórnendur United telja launakröfur Rabiot vera alltof háar og ætlar félagið ekki að bæta samningstilboðið sem það hefur þegar boðið leikmanninum.

Eina leiðin til þess að Rabiot gangi í raðir Man Utd er ef leikmaðurinn skiptir um skoðun og ákveður að samþykkja samninginn sem er í boði.

Rauðu djöflarnir eru óvissir um hvort Rabiot muni samþykkja tilboðið og eru þegar byrjaðir að skoða önnur skotmörk.

Juve samþykkti 15 milljón punda tilboð frá Man Utd fyrir Rabiot, sem á 129 leiki að baki fyrir félagið og eitt ár eftir af samningnum.

Sky Sports nefnir Casemiro hjá Real Madrid og Moises Caicedo hjá Brighton sem næstu skotmörk United.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner