Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. ágúst 2022 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Rabiot neitar að lækka launakröfurnar - Skoða önnur skotmörk

BBC greinir frá því að viðræður Manchester United við Adrien Rabiot, miðjumann Juventus og franska landsliðsins, hafi siglt í strand.


Stjórnendur United telja launakröfur Rabiot vera alltof háar og ætlar félagið ekki að bæta samningstilboðið sem það hefur þegar boðið leikmanninum.

Eina leiðin til þess að Rabiot gangi í raðir Man Utd er ef leikmaðurinn skiptir um skoðun og ákveður að samþykkja samninginn sem er í boði.

Rauðu djöflarnir eru óvissir um hvort Rabiot muni samþykkja tilboðið og eru þegar byrjaðir að skoða önnur skotmörk.

Juve samþykkti 15 milljón punda tilboð frá Man Utd fyrir Rabiot, sem á 129 leiki að baki fyrir félagið og eitt ár eftir af samningnum.

Sky Sports nefnir Casemiro hjá Real Madrid og Moises Caicedo hjá Brighton sem næstu skotmörk United.


Athugasemdir
banner