Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 16. ágúst 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan er það félag sem spilar mest á ungum leikmönnum
Stjörnumenn eru að gefa ungu strákunum mikinn séns.
Stjörnumenn eru að gefa ungu strákunum mikinn séns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er það félag sem er að spila mest á ungum leikmönnum í Bestu deild karla í sumar.

Elfa Björk Sigurjónsdóttir, sem birtir oft skemmtilega tölfræði á Twitter, opinberaði í gær hvaða lið væru mest að gefa ungum leikmönnum tækifæri í Bestu deildinni í sumar.

„Fjöldi leikmanna 20 ára og yngri sem hafa fengið mínútur í Bestu deild karla og fjöldi mínútna (lauslega reiknaðar útfrá heimasíðu KSÍ, svo það geta verið einhver skekkjumörk)," skrifaði Elfa við færslu sína á Twitter.

Á toppi listans er Stjarnan sem hefur gefið leikmönnum sem eru 20 ára og yngri alls tæplega 5,500 mínútur í sumar. Það útskýrir kannski stöðugleikaleysi sem hefur einkennt Stjörnuna að mörgu leyti í sumar.

Það er samt ÍA sem hefur gefið flestum ungum leikmönnum tækifæri, en mínúturnar eru alls 4,958.

Svo koma FH, Víkingur og ÍBV þar næst á eftir. Á botni listans eru nýliðar Fram sem hafa ekki gefið einum leikmanni á þessum aldri tækifæri í sumar.


Athugasemdir
banner
banner