Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
   mið 16. ágúst 2023 21:03
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Óöryggi og skjálfti yfir mannskapnum
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ansi mikið, það vantaði mikið upp á og við vorum bara heillum horfnar, vorum alls ekki líkar sjálfum okkur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 tap gegn Stjörnunni í 16. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

„Fyrri hálfleikur bara dapur, óöryggi og skjálfti yfir mannskapnum þannig að það vantaði mikið upp á en það var kannski aðeins of seint en það kom líf í þetta síðustu 15-20 mínúturnar og við gerðum meira að segja smá leik úr þessu. Það leit ekki út fyrir það lengst af leik að það yrði leikur úr þessu."


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Breiðablik

Blikakonur voru ólíkar sjálfum sér og það virtist lítið sem ekkert ganga upp hjá þeim sóknarlega stærsta hluta leiksins. En taldi Ási bikarleikinn sitja í liðinu?

„Sko andlegt og hugarfar auðvitað hefur áhrif og allt það og það getur vel verið að hann sitji að einhverju leyti í okkur, við höfum reynt að skilja hann eftir fyrir aftan okkur. Það er samt líka þannig að það er ekki bara hann, heldur að við erum kannski að búa til og slípa til nýja hluti aftarlega á vellinum. Við erum búin að missa Ástu Eir, reynslubolta og fyrirliða og Toni reynslubolta, úr vörninni og það svona, það er kannski sá hluti sem gerir okkur erfitt fyrir að hefja sóknarleikinn og að stilla varnarleikinn og svona vantar kannski upp á trúna út frá því."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér að ofan, meðal annars um stöðuna á meiddum leikmönnum og framhaldið í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner