Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
banner
   mið 16. ágúst 2023 21:03
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Óöryggi og skjálfti yfir mannskapnum
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ansi mikið, það vantaði mikið upp á og við vorum bara heillum horfnar, vorum alls ekki líkar sjálfum okkur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 tap gegn Stjörnunni í 16. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

„Fyrri hálfleikur bara dapur, óöryggi og skjálfti yfir mannskapnum þannig að það vantaði mikið upp á en það var kannski aðeins of seint en það kom líf í þetta síðustu 15-20 mínúturnar og við gerðum meira að segja smá leik úr þessu. Það leit ekki út fyrir það lengst af leik að það yrði leikur úr þessu."


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Breiðablik

Blikakonur voru ólíkar sjálfum sér og það virtist lítið sem ekkert ganga upp hjá þeim sóknarlega stærsta hluta leiksins. En taldi Ási bikarleikinn sitja í liðinu?

„Sko andlegt og hugarfar auðvitað hefur áhrif og allt það og það getur vel verið að hann sitji að einhverju leyti í okkur, við höfum reynt að skilja hann eftir fyrir aftan okkur. Það er samt líka þannig að það er ekki bara hann, heldur að við erum kannski að búa til og slípa til nýja hluti aftarlega á vellinum. Við erum búin að missa Ástu Eir, reynslubolta og fyrirliða og Toni reynslubolta, úr vörninni og það svona, það er kannski sá hluti sem gerir okkur erfitt fyrir að hefja sóknarleikinn og að stilla varnarleikinn og svona vantar kannski upp á trúna út frá því."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér að ofan, meðal annars um stöðuna á meiddum leikmönnum og framhaldið í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner