Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 16. ágúst 2023 21:03
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Óöryggi og skjálfti yfir mannskapnum
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ansi mikið, það vantaði mikið upp á og við vorum bara heillum horfnar, vorum alls ekki líkar sjálfum okkur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 tap gegn Stjörnunni í 16. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

„Fyrri hálfleikur bara dapur, óöryggi og skjálfti yfir mannskapnum þannig að það vantaði mikið upp á en það var kannski aðeins of seint en það kom líf í þetta síðustu 15-20 mínúturnar og við gerðum meira að segja smá leik úr þessu. Það leit ekki út fyrir það lengst af leik að það yrði leikur úr þessu."


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Breiðablik

Blikakonur voru ólíkar sjálfum sér og það virtist lítið sem ekkert ganga upp hjá þeim sóknarlega stærsta hluta leiksins. En taldi Ási bikarleikinn sitja í liðinu?

„Sko andlegt og hugarfar auðvitað hefur áhrif og allt það og það getur vel verið að hann sitji að einhverju leyti í okkur, við höfum reynt að skilja hann eftir fyrir aftan okkur. Það er samt líka þannig að það er ekki bara hann, heldur að við erum kannski að búa til og slípa til nýja hluti aftarlega á vellinum. Við erum búin að missa Ástu Eir, reynslubolta og fyrirliða og Toni reynslubolta, úr vörninni og það svona, það er kannski sá hluti sem gerir okkur erfitt fyrir að hefja sóknarleikinn og að stilla varnarleikinn og svona vantar kannski upp á trúna út frá því."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér að ofan, meðal annars um stöðuna á meiddum leikmönnum og framhaldið í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner