Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
   mið 16. ágúst 2023 21:03
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Óöryggi og skjálfti yfir mannskapnum
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ansi mikið, það vantaði mikið upp á og við vorum bara heillum horfnar, vorum alls ekki líkar sjálfum okkur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 tap gegn Stjörnunni í 16. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

„Fyrri hálfleikur bara dapur, óöryggi og skjálfti yfir mannskapnum þannig að það vantaði mikið upp á en það var kannski aðeins of seint en það kom líf í þetta síðustu 15-20 mínúturnar og við gerðum meira að segja smá leik úr þessu. Það leit ekki út fyrir það lengst af leik að það yrði leikur úr þessu."


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Breiðablik

Blikakonur voru ólíkar sjálfum sér og það virtist lítið sem ekkert ganga upp hjá þeim sóknarlega stærsta hluta leiksins. En taldi Ási bikarleikinn sitja í liðinu?

„Sko andlegt og hugarfar auðvitað hefur áhrif og allt það og það getur vel verið að hann sitji að einhverju leyti í okkur, við höfum reynt að skilja hann eftir fyrir aftan okkur. Það er samt líka þannig að það er ekki bara hann, heldur að við erum kannski að búa til og slípa til nýja hluti aftarlega á vellinum. Við erum búin að missa Ástu Eir, reynslubolta og fyrirliða og Toni reynslubolta, úr vörninni og það svona, það er kannski sá hluti sem gerir okkur erfitt fyrir að hefja sóknarleikinn og að stilla varnarleikinn og svona vantar kannski upp á trúna út frá því."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér að ofan, meðal annars um stöðuna á meiddum leikmönnum og framhaldið í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner