Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   mið 16. ágúst 2023 21:03
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Óöryggi og skjálfti yfir mannskapnum
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ansi mikið, það vantaði mikið upp á og við vorum bara heillum horfnar, vorum alls ekki líkar sjálfum okkur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 tap gegn Stjörnunni í 16. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

„Fyrri hálfleikur bara dapur, óöryggi og skjálfti yfir mannskapnum þannig að það vantaði mikið upp á en það var kannski aðeins of seint en það kom líf í þetta síðustu 15-20 mínúturnar og við gerðum meira að segja smá leik úr þessu. Það leit ekki út fyrir það lengst af leik að það yrði leikur úr þessu."


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Breiðablik

Blikakonur voru ólíkar sjálfum sér og það virtist lítið sem ekkert ganga upp hjá þeim sóknarlega stærsta hluta leiksins. En taldi Ási bikarleikinn sitja í liðinu?

„Sko andlegt og hugarfar auðvitað hefur áhrif og allt það og það getur vel verið að hann sitji að einhverju leyti í okkur, við höfum reynt að skilja hann eftir fyrir aftan okkur. Það er samt líka þannig að það er ekki bara hann, heldur að við erum kannski að búa til og slípa til nýja hluti aftarlega á vellinum. Við erum búin að missa Ástu Eir, reynslubolta og fyrirliða og Toni reynslubolta, úr vörninni og það svona, það er kannski sá hluti sem gerir okkur erfitt fyrir að hefja sóknarleikinn og að stilla varnarleikinn og svona vantar kannski upp á trúna út frá því."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér að ofan, meðal annars um stöðuna á meiddum leikmönnum og framhaldið í deildinni.


Athugasemdir
banner