Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 12:53
Magnús Már Einarsson
Arsenal vonast til að kaupa Rúnar Alex sem fyrst
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal vonast til að geta keypt íslenska markvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson í sínar raðir frá franska félaginu Dijon sem fyrst. Sky Sports segir frá þessu í dag.

Félögin hafa átt í viðræðum undanfarna daga en Arsenal vonast til að hægt verði að ganga frá samningum fljótlega.

Arsenal seldi í dag markvörðinn Emiliano Martinez til Aston Villa á tuttugu milljónir punda en Rúnar Alex á að fylla hans skarð.

Hinn 25 ára gamli Rúnar Alex hefur verið á mála hjá Dijon undanfarin tvö tímabil en hann lék áður með Nordsjælland í Danmörku.

Hjá Nordsjælland var markmannsþjálfari hans Inaki Cana sem er í dag markmannsþjálfari Arsenal.

Sjá einnig:
„Topp fimm félagaskipti hjá íslenskum leikmanni í sögunni"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner