Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimm í leikbann eftir slagsmálin í París - Kurzawa fær þyngstu refsinguna
Mynd: Getty Images
Það voru læti á sunnudagskvöldið þegar PSG tók á móti Marseille í Ligue 1. Marseille sigraði leikinn 0-1 en úrslit leiksins vöktu ekki mesta athygli heldur slagsmál þegar skammt var eftir.

Fimm leikmenn fengu að líta rauða spjaldið undir lok leiks. Einn þeirra var Neymar sem fær tveggja leikja bann fyrir að slá Alvaro Gonzalez í höfuðið.

Liðsfélagi Neymar, Leandro Paredes, fær einnig tveggja leikja bann. Layvin Kurzawa, þriðji leikmaður PSG sem fékk rautt spjald, fær þyngstu refsinguna eða sex leikja bann. Jordan Amavi hjá Marseille fær þriggja leikja bann og Dario Benedetto einn leik í bann.

Sjá einnig:
Neymar sér bara eftir því að hafa ekki slegið Gonzalez í andlitið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner