Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 10:09
Magnús Már Einarsson
Umboðsmaður Bale segir hann nálægt því að fara til Tottenham
Bale fagnar marki í leik með Tottenham á sínum tíma.
Bale fagnar marki í leik með Tottenham á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, sagði við Sky Sports nú rétt í þessu að leikmaðurinn sé nálægt því að ganga til liðs við Tottenham á nýjan leik á láni frá Real Madrid.

Barnett segir að félagaskipti séu nálægt því að ganga í gegn ekkert sé þó frágengið ennþá.

Hinn 31 árs gamli Bale spilaði með Tottenham frá 2007 til 2013 áður en hann varð dýrasti leikmaður sögunnar þegar Real Madrid keypti hann á 85 milljónir punda.

Það er mikið að gera á skrifstofum Tottenham þessa dagana en félagið er einnig að reyna að kaupa vinstri bakvörðinn Sergio Reguilon frá Real Madrid.

Þá er Bas Dost, framherji Frankfurt, einnig sagður á óskalista Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner