Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. september 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dyche skrifar undir nýjan samning við Burnley
Mynd: Getty Images
Stjóri Burnley, Sean Dyche, hefur framlengt samning sinn við félagið og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024/2025.

Aðstoðarmaður Dyche hefur einnig skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Burnley er sjötta tímabilið í röð í efstu deild og er Dyche sá stjóri í deildinni sem hefur verið lengst stjóri hjá sínu félagi. Dyche, sem er fimmtugur, tók við Burnley árið 2012.

Tvisvar á þessum níu árum hjá Dyche hefur hann endað með liðið í efri hluta úrvalsdeildarinnar og einu sinni náði hann Evrópusæti.

Burnley hefur byrjað tímabilið í ár bröslulega, liðið er sem stendur í 18. sæti með eitt stig eftir fjórar umferðir. Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley og hefur verið síðan sumarið 2016.
Athugasemdir
banner
banner