Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. september 2021 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Moyes: Rice er magnaður leikmaður og verður bara betri
David Moyes
David Moyes
Mynd: EPA
Declan Rice í fyrst Evrópuleik sínum í kvöld
Declan Rice í fyrst Evrópuleik sínum í kvöld
Mynd: EPA
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, sat fyrir svörum eftir 2-0 sigur liðsins á Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni í kvöld.

Michail Antonio og Declan Rice gerðu mörk West Ham gegn Zagreb og tryggðu fyrsta sigurinn í Evrópudeildinni á tímabilinu.

„Ég var mjög ánægður með það hvernig leikmennirnir spiluðu og Zagreb er með ríka sögu í Evrópuboltanum. Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur og lét leikmennina vita það sömuleiðis," sagði Moyes.

„Þetta var svolítið nýtt fyrir okkur og sérstaklega fyrir leikmann eins og Declan Rice sem hefur spilað fyrir þjóð sína en ekki í Evrópu. Þetta er eitthvað sem hann þarf að venjast og flestir sem spila fyrir liðið."

„Ég er spenntur fyrir því að vita ekki alveg hversu góðir þeir geta orðið. Við fengum nokkra nýja leikmenn inn í kvöld og ég sá lítinn mun á liðinu."

„Það koma stærri áskoranir og markmiðið er að vera enn í Evrópu eftir jólin þegar önnur lið koma inn. Þetta er bara einn leikur en leikmennirnir eru á góðum stað,"
sagði hann ennfremur.

Frammistaða Declan Rice vakti athygli en hann var að spila sinn fyrsta Evrópuleik eins og Moyes kom inná.

„Ég held að Rice sé að reyna að bæta sig og koma sér næsta gæðaflokk. Hann er magnaður leikmaður og verður bara betri. Þetta er fyrirliði West Ham, sem er í fyrsta sinn í Evrópu og skoraði mark sem gerði gæfumuninn."

„Hann er bara 22 ára. Þetta er ungur strákur með stóra framtíð. Við tökum eitt skref í einu en hann er að gera góða hluti fyrir okkur. Að hafa þann hæfileika að hrista menn af sér með styrk og hraða, það er magnaður kostur. Hann fær aðeins að heyra það fyrir að skora ekki nógu mörg mörk en hann er byrjaður að rífa sig í gang,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner