fim 16. september 2021 18:01
Brynjar Ingi Erluson
„Van de Beek virðist týndur hjá Man Utd"
Donny van de Beek
Donny van de Beek
Mynd: EPA
Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United á Englandi, segir að hollenski miðjumaðurinn Donny van De Beek virðist týndur hjá félaginu.

Van De Beek var keyptur frá Ajax fyrir ári síðan og hefur síðan átt erfitt með að finna taktinn.

Umræða skapaðist í sumar að hann gæti farið frá United en samkvæmt umboðsmanni leikmannsins þá kom Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, í veg fyrir það undir lok gluggans.

Hann fékk tækifærið á miðjunni gegn Young Boys í Meistaradeildinni á dögunum en var skipt af velli í hálfleik og skilur Berbatov ekkert í stöðu hans.

„Van de Beek virðist týndur. Hann hefur ekki mikinn tíma til að bjarga stöðu sinni hjá United. Hann byrjaði gegn Young Boys en var skipt af velli í hálfleik. Þetta er svolítið saga hans hjá klúbbnum," sagði Berbatov.

„Ef hann spilar þá er hann tekinn af velli og hefur hann kemur inná þá fær hann tíu mínútur. Han fær aldrei tækifærið til að koma sér fyrir og sýna hvað hann er fær um að gera."

„Þetta er bara ekki að ganga upp hjá honum. Það er leiðinlegt því United borgaði mikinn pening fyrir hann. Svona gerist hins vegar þegar þú eyðir miklum peningum í þeirri tilraun að gleðja stuðningsmenn."

„Ég vona samt innilega að hann fái tækifæri en það verður erfitt fyrir hann og félagið gæti ákveðið að losa sig við hann, ef það er möguleiki það er að segja,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner