Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 17. september 2023 15:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benedikt Warén spáir í 1. umferð úrslitakeppninnar
Benedikt Warén.
Benedikt Warén.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Rífur sig úr treyjunni.
Rífur sig úr treyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wöhler með þrennu á Kópavogsvelli?
Wöhler með þrennu á Kópavogsvelli?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í Bestu deild karla eftir tvískiptingu hefst í dag og lýkur á miðvikudag.

Deildinni er skipt upp í efri sex og neðri sex þar sem liðin í sitthvorum helmingnum mætast innbyrðis í einfaldri umferð (fimm umferðir).

Arnar Daníel Aðalsteinsson, leikmaður Gróttu, spáði í síðustu umferð og var með fimm rétta.

Nú er komið að næst manni, Benedikt Warén, leikmaður Vestra, spáir í þessa umferð.

Efri hluti:
Blix 4 - 0 FH (sunnudag 18:00)
Blikarnir eru vel ferskir eftir fríið og vinna öruggan sigur á FH. Wöhlerinn mætir fullur af sjálfstrausti eftir alvöru innkomu með landsliðinu og setur þrjú mörk, Damir skorar svo alvöru mark beint úr aukaspyrnu.

Valur 2 - 1 Stjarnan (sunnudag 19:15)
Þetta verður skemmtilegur leikur, bæði lið skora. Árni Snær verður með flottar vörslur í markinu en Elli Helga skorar sigurmarkið í uppbótartíma og mun rífa sig úr treyjunni.

Víkingur 3 - 1 KR (miðvikudag 19:15)
Víkingur-KR, alltaf veisla að horfa á þessa leiki. Danjiel Djuric verður með sýningu og skorar þrennu eftir 3 frábærar stoðsendingar hjá Kalla Fridd. En það verður hann Nikola Djuric, helsti stuðningsmaður Víkinga, sem stelur forsíðunum af bróður sínum eftir frábært tweet.

Neðri hluti:
Fylkir 0 - 0 ÍBV (sunnudag 17:00)
Jafn leikur, bæði lið þurfa þrjá punkta en þetta fer jafntefli. Bæði lið fara ósátt af vellinum.

HK 2 - 2 Fram (mánudag 19:15)
HK-ingar eru með litla töframanninn Binna Páls fremstan í flokki, tapa þessum leik aldrei en þetta verður hins vegar hörkuleikur sem endar 2-2.

KA 0 - 1 Kef (miðvikudag 16:15)
Þetta verður bragðdaufur leikur, KA mun sakna Alex Freys í þessum leik og Keflavík mun vinna 0-1.

Fyrri spámenn:
Arnar Daníel (5 réttir)
Júlli Magg (5 réttir)
Sam Hewson (5 réttir)
Viktor Jónsson (4 réttir)
Arnór Gauti (4 réttir)
Gaupi (4 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Mikael Nikulásson (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Hans Viktor Guðmundsson (2 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner