Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   mán 16. september 2024 09:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Réttarhöldin gegn Man City fara af stað
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari.
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari.
Mynd: EPA
Félagið hefur náð mögnuðum árangri eftir að Pep Guardiola tók við sem stjóri liðsins.
Félagið hefur náð mögnuðum árangri eftir að Pep Guardiola tók við sem stjóri liðsins.
Mynd: EPA
Réttarhöld ensku úrvalsdeildarinnar gegn Manchester City munu hefjast í dag. Um er að ræða ein stærstu réttarhöld íþróttasögunnar.

City er sakað um margvísleg brot á reglum í keppninni sem félagið hefur unnið síðustu fjögur ár. Félagið hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og enginn veit hver útkoman verður.

Ákærurnar eru 115 en þær ná yfir fjórtán tímabil og snúast meðal annars um brot á reglum um útgjöld og að Manchester City hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar um fjárhagsmál sín.

Það er búist við því að réttarhöldin sjálf muni taka um tvo mánuði og svo verði niðurstaðan birt í mars eða síðar. Ef City verður dæmt sekt í málinu þá er líklegt að félagið muni áfrýja og það mun þá taka lengri tíma.

Verði City fundið sekt um alvarlegustu ákærurnar verður það eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar. Þá gæti City fengið mikinn stigafrádrátt eða samkvæmt ströngustu reglum hreinlega brottrekstur úr ensku úrvalsdeildinni. Það myndi að sjálfsögðu varpa svörtum skugga á árangur félagsins. Telegraph segir frá því að önnur félög deildarinnar ætli að kalla eftir hörðum refsingum.

Á hinn bóginn, ef City verður hreinsað af sök eftir lagalegan bardaga sem hefur kostað tugi milljóna punda verða stór spurningamerki sett við ensku úrvalsdeildina. Hvaða dómur sem kveðinn verður upp gætu áhrifin verið djúp.
Athugasemdir
banner
banner
banner