PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   mán 16. september 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tímaspursmál hvenær hann tekur við hjá stærra félagi
Thomas Frank, stjóri Brentford.
Thomas Frank, stjóri Brentford.
Mynd: Getty Images
Manchester City vann 2-1 sigur gegn Brentford um liðna helgi og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, talaði afar vel um Brentford eftir leikinn og hrósaði kollega sínum, Thomas Frank, í hástert.

Guardiola gekk svo langt að segja að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Frank tæki við stjórnartaumunum hjá stærra félagi.

„Thomas er einn sá besti," sagði Guardiola og hrósaði skipulaginu hjá Brentford.

„Það er bara tímaspursmál (hvenær hann tekur við stærra félagi). Ég er góður í fáu, en eitt af því er að lesa í það hvenær stjóri er góður í sínu starfi."

Frank, sem er frá Danmörku, var mikið orðaður við Chelsea og Manchester United síðasta sumar en hann endaði á því að vera áfram hjá Brentford. Hann hefur verið stjóri Brentford frá 2018.
Athugasemdir
banner