mið 16. október 2019 09:15
Magnús Már Einarsson
Þjálfari U21 Íra svekktur eftir tapið á Íslandi: Þetta var farsi
Úr leiknum á Víkingsvelli í gær.
Úr leiknum á Víkingsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stephen Kenny, þjálfari U21 liðs Íra, var sár og svekktur eftir 1-0 tap gegn Íslandi í undankeppni EM í gær. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina markið úr vítaspyrnu en dómarinn taldi að Lee O'Connor hefði fengið boltann í höndina.

Írland gerði markalaust jafntefli við Ítalíu fyrir helgi þar sem yfir 7000 áhorfendur voru á vellinum í Írlandi. Í gær voru áhorfendur mun færri á Víkingsvelli.

„Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki vítaspyrna. Lee var að komast fyrir skot og boltinn fór í bakið á honum. Dómarinn spjaldar hann síðan. Við erum mjög svekktir að tapa leiknum á þessari ákvörðun," sagði Kenny.

„Þetta var súrrealískur landsleikur. Við komum úr leiknum gegn Ítalíu yfir í þennan leik þar sem eru 40 áhorfendur. Leikurinn var spilaður í hávaðaroki á opnu svæði."

„Þegar við spilum á góðum velli eins og gegn Svíþjóð og Ítalíu þá ráðast úrslitin á því hver getur unnið leikinn út frá gæðum og hæfileikum."

„Þessi leikur varð að farsa og leikmenn okkar þurftu að að láta reyna á aðra hæfileika en vanalega. Við sýndum hluta af þessum hæfileikum en Ísland var með alla bakvið boltann eftir að þeir skoruðu."

Athugasemdir
banner