Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. október 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
Chelsea hefur enn áhuga á Donnarumma
Powerade
Gianluigi Donnarumma.
Gianluigi Donnarumma.
Mynd: Getty Images
Pau Torres.
Pau Torres.
Mynd: Getty Images
Donnarumma, Sancho, Dybala, Torres, Bolasie og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.

Chelsea hafði áhuga á að fá ítalska markvörðinn Gianluigi Donnarumma (21) áður en senegalski landsliðsmaðurinn Edouard Mendy (28) var keyptur frá Rennes. Chelsea gæti þó enn reynt að fá Donnarumma á Stamford Bridge þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Calcio Mercato)

Borussia Dortmund er ekki tilbúið að selja vængmanninn Jadon Sancho (20) í janúarglugganum. Sancho var orðaður við Manchester United í sumar. (Sport Bild)

Harry Maguire (27), fyrirliði United, mun ekki biðja Ole Gunnar Solskjær um frí þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. (Mail)

Arsenal vill skáka Manchester United í baráttunni um spænska varnarmanninn Pau Torres (23) hjá Villarreal í janúarglugganum. Talið er að hann sé fáanlegur fyrir 35 milljónir punda. (Express)

Chelsea hefur áhuga á að fá argentínska sóknarleikmanninn Paulo Dybala (22) hjá Juventus. (Tutto Mercato Web)

Middlesbrough er að reyna að fá vængmanninn Yannick Bolasie (31) lánaðan frá Everton. (Sky Sports)

Swansea City í ensku Championshop-deildinni vill fá 18 milljónir punda frá Tottenham Hotspur fyrir velska miðvörðinn Joe Rodon (22). (Telegraph)

Mel Morris, eigandi Derby County, segir að Phillip Cocu verði ekki rekinn ef Derby tapar gegn Watford á föstudaginn. Þá neitar þeim sögum að hann gæti ráðið Wayne Rooney í stjórastólinn. (TalkSport)

Lionel Messi, Gerard Pique og Juan Mata voru allir mjög nálægt því að ganga í raðir Arsenal þegar þeir voru táningar. Þett segir Francis Cagigao, njósnari Arsenal. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner