Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. október 2020 17:54
Elvar Geir Magnússon
Palmer, Latibeaudiere og Bennett til Swansea (Staðfest)
Joel Latibeaudiere.
Joel Latibeaudiere.
Mynd: Getty Images
Swansea hefur fengið til sín þrjá leikmenn í dag.

Um er að ræða miðjumanninn Kasey Palmer sem kom frá Bristol City á lánssamningi, varnarmanninn Joel Latibeaudiere sem kom á frjálsri sölu frá Manchester City og Ryan Bennett sem kemur frá Wolves.

Swansea hefur farið vel af stað í Championship-deildinni og er með þrjá sigra og eitt jafntefli eftir fjórar umferðir.

Swansea reyndi að fá Harry Wilson frá Liverpool en tókst það ekki og lagði þá áherslu á að fá hinn 23 ára Palmer.

Latibeaudiere er 20 ára gamall og þekkir Steve Cooper, stjóra Swansea, ansi vel. Hann lék undir hans stjórn með enska U17 landsliðinu sem vann HM 2017.

Bennett er þrítugur varnarmaður sem hefur gert þriggja ára samning við Swansea.
Athugasemdir
banner
banner
banner