Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 16. október 2021 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halldór Smári: Ekki langt síðan ég endaði í tíunda sæti í 1. deild
Halldór Smári í leiknum í dag.
Halldór Smári í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Halldór Smári Sigurðsson hefur gengið í gegnum margt með Víkingi; hæðir og lægðir.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Í dag er hann Íslands- og bikarmeistari. „Tilfinningin er óraunveruleg. Ég var að hugsa þetta um daginn, þá var ekki langt síðan ég endaði í tíunda sæti í 1. deildinni með Víkingi. Að vera kominn hingað núna, ég veit ekki hvað skal segja."

„Ég hefði ekki sett neitt upp á móti því ef Kári og Sölvi hefðu bara byrjað þennan leik, upp á að kveðja þá og svona. Ég er búinn að standa mig fínt í sumar og bjóst alveg eins við því að byrja."

„Mér fannst leikurinn erfiður. Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir, Skaginn. Völlurinn var svo þungur og grasið eins og það er. Ég held að 3-0 gefi ekki rétta mynd af leiknum."

Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason, félagar Halldórs í vörninni, leggja núna skóna á hilluna.

„Við erum komnir með einhvern 'solid' Kana (Kyle McLagan) og mér líst mjög vel á hann. Það verður auðvitað erfitt að sjá á eftir þeim. Við sitjum saman í klefanum og svona. Það er mjög gaman að vera í kringum þá. Lífið heldur áfram," sagði Halldór.

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner