Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   lau 16. október 2021 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halldór Smári: Ekki langt síðan ég endaði í tíunda sæti í 1. deild
Halldór Smári í leiknum í dag.
Halldór Smári í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Halldór Smári Sigurðsson hefur gengið í gegnum margt með Víkingi; hæðir og lægðir.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Í dag er hann Íslands- og bikarmeistari. „Tilfinningin er óraunveruleg. Ég var að hugsa þetta um daginn, þá var ekki langt síðan ég endaði í tíunda sæti í 1. deildinni með Víkingi. Að vera kominn hingað núna, ég veit ekki hvað skal segja."

„Ég hefði ekki sett neitt upp á móti því ef Kári og Sölvi hefðu bara byrjað þennan leik, upp á að kveðja þá og svona. Ég er búinn að standa mig fínt í sumar og bjóst alveg eins við því að byrja."

„Mér fannst leikurinn erfiður. Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir, Skaginn. Völlurinn var svo þungur og grasið eins og það er. Ég held að 3-0 gefi ekki rétta mynd af leiknum."

Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason, félagar Halldórs í vörninni, leggja núna skóna á hilluna.

„Við erum komnir með einhvern 'solid' Kana (Kyle McLagan) og mér líst mjög vel á hann. Það verður auðvitað erfitt að sjá á eftir þeim. Við sitjum saman í klefanum og svona. Það er mjög gaman að vera í kringum þá. Lífið heldur áfram," sagði Halldór.

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner