Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 16. október 2021 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Hin heilaga þrenning í rauninni
Kári fagnar marki sínu.
Kári fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ólýsanlegt," sagði varnarmaðurinn Kári Árnason eftir sigur Víkinga á ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Víkingur er tvöfaldur meistari og er í raun engin betri leið fyrir Kára til að enda ferilinn en akkúrat þannig. Einn besti miðvörður Íslandssögunnar - ef ekki sá besti - leggur núna skóna á hilluna.

„Við erum keppnismenn og maður trúir alltaf. Þetta var mjög fagmannleg frammistaða þó Skagamenn hafi átt sitt í þessum leik."

Víkingar eru besta lið landsins. „Svo sannarlega, ég held að það sé engin spurning um það. Eina slæma sem ég sé við þetta er að KR kemst í Evrópukeppnina. En það er bara eins og það er."

Hvað tekur við núna hjá Kára.

„Ég ætla að fara í frí. Svo ætla ég að sinna störfum innan Víkings og djöflast eins og ég get."

Kári, sem skoraði í úrslitaleiknum, tekur núna við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.

„Að spila lokaleikinn á Laugardalsvellinum er draumur, að vinna hann er annar draumur og að skora er hin heilaga þrenning í rauninni. Ég er alsæll með þetta, að hætta og skilja við þetta svona," sagði þessi magnaði einstaklingur.
Athugasemdir
banner
banner