Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 16. október 2021 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Hin heilaga þrenning í rauninni
Kári fagnar marki sínu.
Kári fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ólýsanlegt," sagði varnarmaðurinn Kári Árnason eftir sigur Víkinga á ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Víkingur er tvöfaldur meistari og er í raun engin betri leið fyrir Kára til að enda ferilinn en akkúrat þannig. Einn besti miðvörður Íslandssögunnar - ef ekki sá besti - leggur núna skóna á hilluna.

„Við erum keppnismenn og maður trúir alltaf. Þetta var mjög fagmannleg frammistaða þó Skagamenn hafi átt sitt í þessum leik."

Víkingar eru besta lið landsins. „Svo sannarlega, ég held að það sé engin spurning um það. Eina slæma sem ég sé við þetta er að KR kemst í Evrópukeppnina. En það er bara eins og það er."

Hvað tekur við núna hjá Kára.

„Ég ætla að fara í frí. Svo ætla ég að sinna störfum innan Víkings og djöflast eins og ég get."

Kári, sem skoraði í úrslitaleiknum, tekur núna við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.

„Að spila lokaleikinn á Laugardalsvellinum er draumur, að vinna hann er annar draumur og að skora er hin heilaga þrenning í rauninni. Ég er alsæll með þetta, að hætta og skilja við þetta svona," sagði þessi magnaði einstaklingur.
Athugasemdir
banner