Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 16. október 2021 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Hin heilaga þrenning í rauninni
Kári fagnar marki sínu.
Kári fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ólýsanlegt," sagði varnarmaðurinn Kári Árnason eftir sigur Víkinga á ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Víkingur er tvöfaldur meistari og er í raun engin betri leið fyrir Kára til að enda ferilinn en akkúrat þannig. Einn besti miðvörður Íslandssögunnar - ef ekki sá besti - leggur núna skóna á hilluna.

„Við erum keppnismenn og maður trúir alltaf. Þetta var mjög fagmannleg frammistaða þó Skagamenn hafi átt sitt í þessum leik."

Víkingar eru besta lið landsins. „Svo sannarlega, ég held að það sé engin spurning um það. Eina slæma sem ég sé við þetta er að KR kemst í Evrópukeppnina. En það er bara eins og það er."

Hvað tekur við núna hjá Kára.

„Ég ætla að fara í frí. Svo ætla ég að sinna störfum innan Víkings og djöflast eins og ég get."

Kári, sem skoraði í úrslitaleiknum, tekur núna við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.

„Að spila lokaleikinn á Laugardalsvellinum er draumur, að vinna hann er annar draumur og að skora er hin heilaga þrenning í rauninni. Ég er alsæll með þetta, að hætta og skilja við þetta svona," sagði þessi magnaði einstaklingur.
Athugasemdir
banner