Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lukaku: Ákvað að fara frá United í mars
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku yfirgaf í sumar herbúðir Manchester United eftir tvö tímabil hjá félaginu. Inter keypti Lukaku á rúmar 70 milljónir punda og krækti þar með í Belgann stóra og stæðilega.

Lukaku segist hafa ákveðið í marsmánuði að yfirgefa herbúðir United þrátt fyrir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri félagsins, hafi viljað halda sér hjá félaginu.

„Ég ber fulla virðingu fyrir Solskjær. Hann skildi mig þegar ég sagði í mars að það var tími fyrir mig að yfirgefa England."

„Ég kom í deildina þegar ég var 18 ára gamall og nú er ég 26 ára. Solskjær vildi halda mér en ég var tilbúinn að fara annað,"
sagði Lukaku að lokum.

Lukaku er næstmarkahæsti leikmaður Seríu A en Belginn hefur skorað níu mörk í deildinni. Ciro Immobile er markahæstur með 14 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner