Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Enn von fyrir Wales og Slóveníu
Eden Hazard skoraði tvö mörk fyrir Belgíu
Eden Hazard skoraði tvö mörk fyrir Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wales og Slóvenía halda enn í vonina um að komast beint á EM en liðin unnu góða sigra í kvöld.

Harry Wilson, sem er á láni hjá Bournemouth frá Liverpool. skoraði seinna mark Wales gegn Aserbaijdsan í góðum 2-0 sigri en Wales er með 11 stig í E-riðli, aðeins stigi á eftir Ungverjalandi þegar einn leikur er eftir en Wales og Ungverjaland mætast einmitt í lokaleiknum.

Slóvenía vann þá Lettland 1-0 í G-riðli. Slóvenar eiga enn möguleika á að komast á EM en liðið þarf að treysta á að Norður-Makedónía takist að ná í stig af Austurríki. Slóvenía er með 14 stig en Austurríki 16 stig í 2. sæti.

Það er þá allt klappað og klárt í J-riðli en Belgía vinnur riðilinn. Liðið hefur unnið alla 9 leiki sína í undankeppninni og hélt það áfram í kvöld er liðið vann Rússland 4-1.

Bræðurnir Eden og Thorgan Hazard voru atkvæðamiklir. Eden skoraði tvö og lagði upp eitt á meðan Thorgan skoraði eitt. Kevin de Bruyne lagði upp tvö mörk.

Rússland fylgir þó Belgum á EM en liðið er með 21 stig í öðru sæti, níu stigum á undan Skotlandi sem vann Kýpur 2-1.

Úrslit og markaskorarar:

Aserbaijdsan 0 - 2 Wales
0-1 Kieffer Moore ('10 )
0-2 Harry Wilson ('34 )

Slóvenía 1 - 0 Lettland
1-0 Jasmin Kurtic ('53 )

Kýpur 1 - 2 Skotland
0-1 Ryan Christie ('12 )
1-1 Georgios Efrem ('48 )
1-2 John McGinn ('53 )

San Marínó 1 - 3 Kasakstan
0-1 Baktiyor Zainutdinov ('6 )
0-2 Gafurjan Suyumbaev ('23 )
0-3 Aleksey Shchetkin ('26 )
1-3 Marco Bernardi ('77 )

Rússland 1 - 4 Belgía
0-1 Thorgan Hazard ('19 )
0-2 Eden Hazard ('33 )
0-3 Eden Hazard ('40 )
0-4 Romelu Lukaku ('72 )
1-4 Georgi Dzhikiya ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner