Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. nóvember 2020 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Enrique: Ramos er einbeittur og klár í leikinn gegn Þjóðverjum
Sergio Ramos
Sergio Ramos
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, segir að fyrirliðinn Sergio Ramos sé einbeittur á verkefni liðsins og sé ekki að hugsa út í orðróma.

Ramos, sem er 34 ára gamall, verður samningslaus á næsta ári en samningaviðræður hafa gengið illa og eru líkur á því að hann fari til franska félagsins Paris Saint-Germain á næsta ári.

Leikmaðurinn ákvað að sleppa því að mæta á blaðamannafund spænska landsliðsins fyrir leikinn gegn Þýskalandi en Enrique fullyrðir það að Ramos sé með einbeitinguna á réttum stað.

„Allt þetta sem er búið til í kringum Ramos er hvorki nýtt, gamalt né áreiðanlegt. Þetta er eins og það er og svona er það að hafa svona gæðaleikmann í hópnum. Pressan er eðlileg og hann verður að lifa með því," sagði Enrique.

„Ef það er einhver maður sem reynslu til að takast á við þetta þá er það Sergio Ramos. Hann er mjög vel undirbúinn og það hefur verið þannig frá því hann mætti á fyrstu æfinguna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner