Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. nóvember 2020 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Kristinn Jónsson gerir þriggja ára samning við KR (Staðfest)
Kristinn Jónsson hefur krotað undir nýjan samning
Kristinn Jónsson hefur krotað undir nýjan samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jónsson, leikmaður KR í Pepsi Max-deild karla, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu þriggja ára en þetta kemur fram í tilkynningu frá KR.

Það er mikið um að vera hjá KR-ingum þessa dagana en Guðjón Baldvinsson og Grétar Snær Gunnarsson sömdu við félagið á meðan Kennie Chopart framlengdi samning sinn fyrir fimm dögum síðan.

Kristinn gekk þá frá nýjum þriggja ára samningi í dag en hann hefur spilað stóra rullu í liðinu frá því hann kom frá Blikum fyrir tveimur árum.

Hann er fæddur árið 1990 og á 64 leiki í deild- og bikar fyrir KR en hann var í liði ársins í Pepsi Max-deildinni á síðasta ári er KR vann deildina.


Athugasemdir
banner
banner
banner