Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. nóvember 2020 13:43
Elvar Geir Magnússon
Legia Varsjá vill fá Hjört Hermannsson
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson er orðaður við Legia Varsjá í pólskum fjölmiðlum.

Hjörtur hefur byrjað síðustu tvo leiki Bröndby sem er með 15 stig eftir átta umferðir í dönsku úrvalsdeildinni.

Hann er 25 ára en samningur hans við danska félagið rennur út eftir tímabilið.

Talið er mögulegt að Legia Varsjá muni reyna að fá Hjört í janúarglugganum.

Hjörtur er í landsliðshópi Íslands sem mætir Englandi á miðvikudaginn en hann hefur alls leikið sautján A-landsleiki.

Ef hann fer í Legia Varsjá verður hann fyrsti Íslendingurinn til að spila fyrir félagið. Legia er ríkjandi Póllandsmeistari og sigursælasta lið landsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner