Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. nóvember 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Schmeichel rotaðist ekki við höggið frá Alberti
Kasper Schmeichel liggur á vellinum í gær.
Kasper Schmeichel liggur á vellinum í gær.
Mynd: Getty Images
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, vonast til að meiðsli markvarðarins Kasper Schmeichel séu ekki alvarleg.

Kasper fékk höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks í 2-1 sigrinum á Íslandi í gær og fór í kjölfarið af velli. Kasper meiddist eftir árekstur við Albert Guðmundsson.

„Kasper datt aldrei út en í hálfleik var ekki vafi um að hann ætti ekki að spila áfram," sagði Hjulmand.

„Hann leit betur út eftir leikinn og söng sigursöng með okkur. Við þurfum að sjá hvernig hann lítur út en við vonum að það hafi ekki neitt alvarlegt komið fyrir hann."

Danir mæta Belgum á miðvikudag en á sunnudag á Kasper leik með Leicester gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner