Luis Díaz, leikmaður Liverpool, mun snúa til baka eftir meiðsli í næsta mánuði. Samherji hans, Diogo Jota, verður hins vegar talsvert lengur frá.
Þeir eru báðir á leið með Liverpool til Dúbaí í upphafi desmeber þar sem þeir leikmenn félagsins sem ekki fara á HM taka þátt í nýju undirbúningstímabili.
Þeir eru báðir á leið með Liverpool til Dúbaí í upphafi desmeber þar sem þeir leikmenn félagsins sem ekki fara á HM taka þátt í nýju undirbúningstímabili.
Díaz hefur ekki spilað síðan hann meiddist gegn Arsenal í síðasta mánuði. Búast má við því að hann komi við sögu í æfingaleikjum í Dúbaí.
Jota mun fara með til að halda áfram í sinni endurhæfingu en hann gæti verið frá þar til í febrúar, spilar í besta falli ekki fyrr en í janúar og missir því af fyrstu leikjum Liverpool eftir HM.
Athugasemdir