Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 16. nóvember 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Scholes í miklu uppáhaldi hjá Guardiola
Mynd: Getty Images

Hver er besti enski miðjumaðurinn í sögunni? Frank Lampard, Steven Gerrard eða Paul Scholes? Þetta er spurning sem margir hafa velt fyrir sér en erfitt milli stuðningsmanna Chelsea, Man Utd og Liverpool að komast að niðurstöðu.


Rio Ferdinand fyrrum leikmaður Manchester United spurði Pep Guardiola út í sitt álit á Youtube rásinni sinni.

„Öll virðing á Lampard og Gerrard en Paul Scholes er í uppáhaldi hjá mér. Hann var með allt," sagði Guardiola.

Þremenningarnir voru frábærir með sínum félögum en þeir náðu ekki alveg nógu vel saman með landsliðinu á sínum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner