mið 16. nóvember 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Verðmiðinn á Mudryk hærri en talið var: Vilja 100 milljónir
Mynd: EPA
Mynd: EPA

The Athletic greinir frá því að Shakhtar Donetsk vill fá 100 milljónir evra fyrir úkraínska ungstirnið Mykhailo Mudryk.


Arsenal hefur miklar mætur á Mudryk sem er 21 árs kantmaður Shakhtar og úkraínska landsliðsins.

Verðmiðinn á honum var talinn nema um 57 milljónum punda en nú er greint frá því að Shakhtar vilji 87 milljónir, eða því sem samsvarar 100 milljónum evra.

Brentford, Everton, Newcastle og Bayer Leverkusen hafa sýnt Mudryk mikinn áhuga ásamt stórliðum á borð við Arsenal, Manchester City og PSG.

Mudryk var einn af betri leikmönnum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem hann var gríðarlega öflugur er Shakhtar endaði í þriðja sæti í erfiðum riðli með Real Madrid, RB Leipzig og Celtic.

„Ef ég skipti um félag þá vil ég fá spiltíma. Til dæmis ef ég þyrfti að velja á milli þess að vera á bekknum hjá Real Madrid eða í byrjunarliðinu hjá Arsenal, þá myndi ég líklegast velja Arsenal. Ég þyrfti samt fyrst að fá loforð frá þjálfaranum um að hann myndi gefa mér tækifæri," sagði Mudryk fyrr í vikunni þegar hann var spurður út í framtíðina.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur Mikel Arteta miklar mætur á Mudryk, sem gæti verið keyptur í janúar ef samkomulag næst um kaupverð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner