Sinisa Mihajlovic er látinn eftir baráttu við erfið veikindi í mörg ár. Hann var 53 ára gamall.
Mihajlovic lék á sínum leikmannaferli Lazio og Sampdoria á Ítalíu. Hann spilaði einnig fyrir Inter og Roma, og Rauðu stjörnuna og Vojvodina í heimalandinu - Serbíu. Þá spilaði hann 63 A-landsleiki fyrir Júgóslavíu.
Eftir að leikmannaferlinum lauk þá hóf hann að þjálfa. Lengst af þjálfaði hann á Ítalíu og stýrði hann þar fjölmörgum liðum; Bologna, Catania, Fiorentina, Sampdoria, AC Milan og Torina. Þá stýrði hann Sporting í Portúgal og serbneska landsliðinu frá 2012 til 2013.
Mihajlovic greindist með hvítblæði fyrir um þremur árum síðan. Hann vann þá baráttu en meinið tók sig aftur upp fyrr á þessu ári.
„Þessi sjúkdómur er lúmskur andskoti," sagði Mihajlovic fyrr á þessu ári.
Fjölmargir hafa minnst Mihajlovic sem verður sárt saknað.
Sjá einnig:
Andri Fannar á Mihajlovic mikið að þakka - „Leiðinlegar fréttir"
Athugasemdir