Liverpool vann góðan 4-1 sigur á AC Milan í æfingamóti í Dúbaí í kvöld.
Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool áður en Alexis Saelemakers jafnaði fyrir Milan.
Thiago kom Liverpool yfir undir lok fyrri hálfleiks með laglegu skoti í vinstra hornið áður en Darwin Nunez kom af bekknum í þeim síðari og skoraði tvö góð mörk.
Liverpool gat nælt sér í aukastig í mótinu með því að vinna vítakeppnina en þar tapaði liðið, 4-3. Mörkin og vítakeppnina má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir