Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. desember 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Frakkland sé með þann besta í heimi, ekki Argentína
Messi og Mbappe.
Messi og Mbappe.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Aurelien Tchouameni telur að liðsfélagi sinn, Kylian Mbappe, sé besti leikmaður í heimi.

Frakkland og Argentína eigast við í úrslitaleik HM á sunnudaginn; Lionel Messi gegn Mbappe.

Það hefur verið mikið rætt í kringum mótið að Messi sé besti leikmaður sögunnar en Tchouameni telur að Mbappe sé besti leikmaður heims í augnablikinu.

„Að mínu mati er Kylian sá besti... og hann mun sanna það á sunnudaginn," sagði Tchouameni við TYC Sports.

Antoine Griezmann, sem leikur einnig með franska landsliðinu, er ósammála og segir að Messi sé enn bestur í heimi. „Messi er besti leikmaður í heimi í augnablikinu," sagði Griezmann við VM Express.

Ætli það muni ekki bara ráðast á sunnudaginn hver sé bestur í heiminum?
Athugasemdir
banner
banner
banner